Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   mán 20. maí 2024 13:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur frumsýnir nýja varatreyju
Sigdís Eva Bárðardóttir og Aron Elís Þrándarson, leikmenn Víkings.
Sigdís Eva Bárðardóttir og Aron Elís Þrándarson, leikmenn Víkings.
Mynd: Víkingur R.
Núna klukkan 14:00 hefst leikur Vestra og Víkings í Bestu deild karla, en Víkingar frumsýna nýja varatreyju í leiknum.

„Treyjan er óður til samfélagsins í 108; hverfinu sem tók félaginu opnum örmum árið 1953 og er sameinað undir merki Víkings tæpum 70 árum síðar," segir í tilkynningu Víkings.

Treyjan er hvít sem er hinn hefðbundni litur á varatreyju Víkings, allt frá stofnun félagsins. Götukort af 108 hverfinu er í forgrunni, það nær yfir brjóst, hægri öxl og ermi. Heimavöllur félagsins að Traðarlandi 1 er merktur á kortið með félagsmerki félagsins.

Aftan á hálsmáli treyjunnar er stofnunarár Víkings, 1908 þar sem póstnúmer hverfisins, 108 er dregið fram úr ártalinu. Innan í hálsmáli treyjunnar er setningin: „Finnur mig í Hverfinu“ sem er tilvísun í lagið “Hverfinu” eftir Gísla Pálma.

Hvað finnst þér um þessa treyju?


Athugasemdir
banner
banner
banner