Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. júní 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Segja að Sigurvin Ólafs verði aðstoðarmaður Eiðs - „Mjög skiljanleg ákvörðun"
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson er að missa aðstoðarmann sinn til FH
Rúnar Kristinsson er að missa aðstoðarmann sinn til FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson, þjálfari KV og aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR, hættir á næstu dögum og tekur við sem aðstoðarþjálfari FH en þetta kemur fram á Vísi.

Eiður Smári Guðjohnsen gerði í gær tveggja ára samning við FH og tekur við keflinu af Ólafi Jóhannessyni sem var látinn fara á fimmtudag eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Leikni í Bestu deildinni.

Hann stýrði sinni fyrstu æfingu í gær en Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, var honum innan handar á æfingunni.

Eiður er búinn að finna aðstoðarmann en Vísir segir frá því að Sigurvin Ólafsson verði næsti aðstoðarþjálfari FH. Kristján Óli SIgurðsson í Þungavigtinni fullyrðir það sama á Twitter og segir ákvörðunina skiljanlega, enda sé hann fjórði aðstoðarmaður Rúnars á bekk KR-inga.



Sigurvin þekkir vel til hjá FH en hann spilaði tvö tímabil með liðinu 2006-2007 og lék þar 30 leiki ásamt því að skora 4 mörk. Hann varð bæði Íslands- og bikarmeistari með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner