Lukas Jensen, sem var á láni hjá Kórdrengjum í Lengjudeildinni fyrri hluta tímabilsins, er farinn aftur á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley.
Jensen spilaði gríðarlega vel með Kórdrengjum og var einn besti markvörður Lengjudeildarinnar, ef ekki sá besti.
Hann er núna farinn á láni til Carlisle í ensku D-deildinni. Áður en hann fór til Carlisle þá skrifaði hann undir nýjan tveggja ára samning við Burnley.
Burnley hefur þá klófest markvörðinn Wayne Hennessey. Hann kemur frítt til félagsins eftir að samningur hans við Crystal Palace rann út. Hennessey er 34 ára gamall og var hjá Palace í sjö ár. Þar áður var hann á mála hjá Wolves.
Hann kemur til með að vera varamarkvörður fyrir Nick Pope hjá Burnley.
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er á mála hjá Burnley.
Athugasemdir