Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 20. ágúst 2018 13:16
Magnús Már Einarsson
Salah, Ronaldo og Modric tilnefndir hjá UEFA
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Mohaemd Salah, Luka Modric og Cristiano Ronaldo hafa verið tilnefndir sem leikmaður tímabilsins 2017/2018 hjá UEFA.

Þjálfarar og blaðamenn í Evrópu sáu um að kjósa.

Modric og Ronaldo hjálpuðu Real Madrid að vinna Meistaradeildina þriðja árið í röð.

Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleiknum en Salah fór á kostum með enska félaginu á síðasta tímabili.

Tilkynnt verður um sigurvegara þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í Mónakó þann 30. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner