Heimir Guðjónsson var gagnrýndur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 fyrir að hafa ekki stillt upp sínu sterkasta liði þegar Valur tapaði óvænt fyrir Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í síðustu viku.
Sveinn Sigurður Jóhannesson stóð í markinu en ekki Hannes Þór Halldórsson.
Sveinn Sigurður Jóhannesson stóð í markinu en ekki Hannes Þór Halldórsson.
„Aðdragandinn að þessum leik var þannig að umtalið var að Heimir væri jafnvel að spila upp á starfið sitt. Að hann þyrfti mögulega að vinna bikarinn til að halda áfram sem þjálfari Vals. Með fullri virðingu fyrir Sveini Sigurði, þegar þú ert með besta markvörð Íslandssögunnar og ert mögulega að spila upp á starfið þitt. Ég ætla ekki að kenna Sveini Sigurði um neitt í þessum leik en það var glórulaust að hafa Hannes ekki í markinu þegar svona mikið er í húfi," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.
„Ég er sammála því. Þegar þú ert kominn þetta langt og hann sér fyrir að vera ekki að gera gott mót í deildinni, settu þá allt púður í þennan leik og stilltu upp þínu sterkasta liði," sagði Úlfur Blandon.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður að því eftir tap Vals gegn KA í gær hvort það hafi verið mistök að spila ekki Hannesi gegn Vestra.
„Ég er búinn að gera fullt af mistökum í sumar eins og ég hef sagt áður en það voru ekki mistök að skipta um markmann," sagði Heimir.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir