Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að liðið sé að ganga í gegnum erfiðan kafla.
Man Utd tapaði fyrir Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en leiknum lauk með 4-3 sigri heimamanna.
Þetta var þriðja tap United í röð, en það hefur einnig tapað síðustu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
„Vonsvikinn því við hefðum átt að halda okkur inn í leiknum. Ef þú skorar þrjú mörk gegn Bayern München, þá verður þú að taka stig.“
„Við erum að ganga í gegnum kafla þar sem margt er að fara gegn okkur. Við verðum að skapa okkar eigin heppni. Við höfum spilað við frábær lið í síðustu þremur leikjum,“ sagði Ten Hag.
André Onana, markvörður United, viðurkenni mistök sín í leiknum eftir leik, en Ten Hag segir að þetta snúist ekki bara um einn leikmann.
„Það er gott að hann sé að gera það en þetta snýst um liðið. Við erum að gera mistök, en liðið verður að hrista þau af sér. Ef einn leikmaður gerir mistök, þá er það búið og gert. Við verðum, sem lið, að trúa því að við getum komið til baka. Við sýndum það í kvöld.“
Næsti leikur er gegn Burnley. Hvað getur United gert til að koma sér aftur á skrið?
„Hver einasti leikur stór og mikilvægur. Við verðum að skapa okkar eigin heppni, því það getur enginn hjálpað okkur.“
„Halda sér inn í leiknum og ekki leyfa andstæðingnum að skora. Þetta snýst ekki um ein mistök, heldur var þetta allt of auðvelt fyrir leikmanninn að fá skotið.“
„Aðeins við, sem lið og þar með ég talinn, getum snúið þessu við.. Þetta er í okkar höndum okkar, ekki annarra,“ sagði Ten Hag í lokin.
Athugasemdir