Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   þri 20. október 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Herrera vildi ekki fara frá Man Utd
Ander Herrera, miðjumaður PSG, mætir sínum gömlu félögum í Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld. Spánverjinn fór frá Manchester United sumarið 2019 eftir að hann náði ekki samkomulagi um nýjan samning.

Hinn 31 árs gamli Herrera hefur greint frá því að hann vildi ekki fara frá Manchester United.

„Ég vildi ekki fara frá félaginu og ég var ánægður þar, alveg eins og ég er ánægður hér núna," sagði Herrera.

„Það var ekkert leyndarmál. Ég átti í samningaviðræðum í meira en eitt ár og ég bjóst við meira af stjórninni (hjá Man Utd) eftir þriðja tímabil mitt hjá félaginu þar sem ég var valinn leikmaður ársins. Þeir reyndu ekki að halda mér um sumarið og hringdu ekki einu sinni í mig. Það var mjög sársaukafullt fyrir mig því ég taldi að ég væri búinn að gefa allt mitt."

„Þegar ég segi það þá ber ég líka mikla virðingu fyrir Ed Woodard (framkvæmdastjóra) og mikla virðingu fyrir stjórninni. Þau hafa alltaf meðhöndlað mig stórkostlega."

„Ég veit að þau vilja það besta fyrir Manchester United en í fótbolta, í lífinu og í öllum fyrirtækjum í heimi þá hugsar fólk ekki alltaf á sama hátt og ég virði það. Ef ég sé Ed þá mun ég faðma hann. Við vorum með mismunandi skoðanir á Manchester United og því sem félagið hefði átt að gera að mínu mati."

„Ég vil að allir viti að þetta er ekkert persónulegt. Þetta er lífið. Það er hins vegar satt að eftir þriðja tímabili, þegar ég var leikmaður ársins og var með ást og virðingu frá stuðningsmönnunum þá fann ég ekki ástina frá félaginu."

Athugasemdir
banner
banner