Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. nóvember 2019 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Kluivert: Best fyrir Ansu Fati að spila með B-liðinu
Ansu Fati
Ansu Fati
Mynd: Getty Images
Patrick Kluivert, yfirmaður akademíunnar hjá Barcelona, telur það vera Ansu Fati fyrir bestu að hann spili fyrir B-lið félagsins.

Fati er aðeins 17 ára gamall en hefur spilað 10 leiki fyrir aðallið Barcelona á tímabilinu. Hann hefur þá skorað tvö mörk og lagt upp eitt.

Þessi hæfileikaríki leikmaður spilaði þá sinn fyrsta U21 landsleik á dögunum en Kluivert telur að hann eigi að spila meira með B-liði félagsins.

„Eric Abidal og Ramon Planes sjá meira um að fylgjast með Fati en við tölum mikið saman. Ef allir leikmenn aðalliðsins eru heilir þá hef ég það á tilfinningunni að hann þurfi að spila með B-liðinu til að spila fleiri leiki. Við sáum það með Carles Perez um síðustu helgi," sagði Kluivert.

Fati mun þó líklega vera í leikmannahópnum gegn Leganes um helgina en Börsungar eru í efsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Real Madrid en þó með betri markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner