Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho búinn að eyða meira heldur en Daniel Levy
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er tekinn við Tottenham Hotspur og verður áhugavert að sjá hvernig honum farnast í nýju starfi.

Áhyggjur eru uppi um að Mourinho muni eiga erfitt uppdráttar vegna vanmátts Tottenham til að eyða pening á leikmannamarkaðinum og er áhugaverð tölfræði nýtt til að styrkja þau rök.

Daniel Levy varð forseti Tottenham í október 2001, eða fyrir rúmlega 18 árum. Á þeim tíma var Mourinho á upphafi þjálfaraferilsins, hjá U.D. Leiria í heimalandinu. Þremur árum síðar tók hann við Chelsea í fyrsta sinn, sumarið 2004.

Frá árinu 2001 hefur Mourinho verið í enska boltanum í 8 ár, sem fyrst sem stjóri Chelsea í tvígang og svo hjá Manchester United. Á þessum 8 árum hefur hann fengið að eyða meiri pening heldur en Tottenham hefur gert undir leiðsögn Levy í 18 ár.

Mourinho hefur eytt 925 milljónum punda í enska boltanum gegn 876 milljónum sem Tottenham hefur notað í leikmannakaup.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner