Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. nóvember 2021 19:25
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal féll á prófinu - Fjögurra marka sigur Liverpool
Sadio Mane ákvað að renna sér á hnjánum í fagni sínu gegn Arsenal
Sadio Mane ákvað að renna sér á hnjánum í fagni sínu gegn Arsenal
Mynd: EPA
Mohamed Salah skoraði þriðja mark Liverpool
Mohamed Salah skoraði þriðja mark Liverpool
Mynd: EPA
Liverpool 4 - 0 Arsenal
1-0 Sadio Mane ('39 )
2-0 Diogo Jota ('52 )
3-0 Mohamed Salah ('73 )
4-0 Takumi Minamino ('77 )

Liverpool var ekki í vandræðum með Arsenal er liðin áttust við í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í kvöld en leiknum lauk með 4-0 sigri heimamanna.

Aaron Ramsdale var í aðalhlutverki í fyrri hálfleik og varði vel frá bæði Thiago og Sadio Mane. Alexandre Lacazette kom boltanum í netið stuttu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Enski markvörðurinn varði svo tvívegis frá Mohamed Salah og síðan Trent Alexander-Arnold en gat ekki komið í veg fyrir mark Sadio Mane á 39. mínútu.

Alexander-Arnold tók aukaspyrnu inn í teiginn sem Mane skallaði í netið og kom Ramsdale engum vörnum við. Liverpool hélt áfram að pressa í síðari hálfleiknum og skilaði það marki á 52. mínútu.

Nuno Tavares vann boltann af Alexander-Arnold og var með nóg pláss en ákvað að senda til baka. Boltinn barst á Diogo Jota, sem lék á varnarmann áður en hann fór framhjá Ramsdale og skoraði.

Alisson varði vel frá Pierre Emerick Aubameyang á 65. mínútu leiksins og var þetta tækifærið til að komast aftur inn í leikinn því aðeins átta mínútum síðar gerði Mohamed Salah þriðja markið eftir frábæran undirbúning frá Jota og Mane.

Takumi Minamino gerði svo fjórða og síðasta mark leiksins aðeins mínútu eftir að hafa komið inná. Alexander-Arnold fékk boltann hægra megin í teignum, kom honum fyrir markið á Minamino sem skilaði boltanum í netið.

Lokatölur á Anfield, 4-0. Arsenal hefur spilað vel í síðustu leikjum en var þó ekki búið að mæta liðunum í toppbaráttunni. Það var því rætt um það hvort liðið ætti möguleika gegn þeim bestu en það leit ekki út fyrir það í dag. Liverpool er í öðru sæti með 25 stig en Arsenal í 5. sæti með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner