Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 20. nóvember 2023 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hareide kom skilaboðum frá Solskjær til Bruno Fernandes
Bruno
Bruno
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Åge
Åge
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bruno Fernandes skoraði fyrra mark Portúgals í 2-0 sigri liðsins gegn Íslandi í gærkvöldi. Sigurinn þýddi að Portúgal endaði undankeppnina með fullt hús stiga. Liðið verður á EM næsta sumar en óljóst er hvort að íslenska liðið verði þar; í kvöld kemur í ljós hvort að það fari í umspil sem fer fram í mars.

Mark Fernandes kom í fyrri hálfleik, hann fékk sendingu frá Bernardo Silva og skoraði með hnitmiðuðu skoti hægra megin úr teignum, fast skot í fjærhornið.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

Hann ræddi við portúgalska miðilinn Record eftir leikinn og sagði frá skilaboðum sem hann fékk frá Ole Gunnar Solskjær í gegnum íslenska landsliðsþjálfarann Age Hareide. Solskjær og Hareide eru báðir Norðmenn.

„Þjálfari íslenska liðsins segir að hann hafi rætt við Solskjær, sem sendi mér faðmlag," sagði Fernandes og brosti. Solskjær keypti Fernandes til Manchester United frá Sporting fyrir tæpum fjórum árum síðan.

Hann kom að þrettán mörkum í undankeppninni. „Allir vilja skora. Allir vilja vera mikilvægir, vilja leggja upp. Mér finnst ekki gaman að tala um mig sem einstakling. Þar liggur ekki mín einbeiting. Ég er ánægður að skora og leggja upp. Það þyðir að ég sé að hjálpa. Það er undir mér komið að finna liðsfélagana. Við erum með mikil gæði fremst á vellinum og með þau gæði er auðveldara að leggja upp," sagði portúgalski miðjumaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner