Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   mið 20. desember 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja Arnar líklegastan til að taka við Norrköping
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt Norrköpings Tidningar, staðarmiðlinum í Norrköping, þá er Arnar Gunnlaugsson líklegastur til að taka við sænska úrvalsdeildarfélaginu.

Norrköping er að færast nær því að finna nýjan þjálfara fyrir lið sitt en þjálfaraleitin hefur gengið hægt.

Norrköping hefur rætt við bæði Arnar og Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, hefur einnig rætt við Norrköping.

Sænska félagið þarf að komast að samkomulagi við Víking og svo Arnar áður en hann tekur við starfinu.

Tony Martinsson, yfirmaður fótboltamála hjá Norrköping, vildi ekki tjá sig um sögurnar en hann vonast til að fá nýjan þjálfara í jólagjöf.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum en Víkingar tilkynntu í vikunni að félagið væri búið að semja við þrjá nýja leikmenn, þá Jón Guðna Fjóluson, Pálma Rafn Arinbjörnsson og Valdimar Þór Ingimundarson.
Athugasemdir
banner
banner
banner