mán 21. janúar 2019 08:19
Magnús Már Einarsson
Davíð Kristján til Álasund á reynslu
Davíð í landsleiknum gegn Eistlandi í síðustu viku.
Davíð í landsleiknum gegn Eistlandi í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Davíð Kristján Ólafsson, vinstri bakvörður Breiðabliks, fór í gær til Noregs þar sem hann verður á reynslu hjá Álasund næstu dagana.

Hinn 23 ára gamli Davíð spilaði sinn fyrsta landsleik í síðustu viku en hann stóð sig vel í markalausu jafntefli gegn Eistum.

Davíð er uppalinn hjá Breiðabliki og hefur samtals skorað þrjú mörk í 93 deildar og bikarleikjum með liðinu.

„Davíð er leikmaður sem við höfum fylgst með árið 2017. Það passar vel fyrir hann og Álasund að hann komi hingað í nokkra daga til að við náum að kynnast betur," sagði Bjørn Erik Melland yfirmaður íþróttamála hjá Álasund á heimasíðu félagsins.

Álasund tapaði í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni í haust en liðið komst ekki upp úr B-deildinni eftir að hafa verið í góðri stöðu lengi vel á tímabilinu.

Aron Elís Þrándarson, Daníel Leó Grétarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson eru allir á mála hjá Álasund en Adam Örn Arnarson yfirgaf félagið á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner