Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. janúar 2020 23:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Grindavík með sigur á Stjörnunni
Hermann Ágúst Björnsson skoraði sigurmarkið.
Hermann Ágúst Björnsson skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 3 Grindavík
1-0 Guðjón Baldvinsson (Víti)
1-1 Alexander Veigar Þórarinsson (Víti)
1-2 Aron Jóhannsson (Víti)
2-2 Ævar Ingi Jóhannesson
2-3 Hermann Ágúst Björnsson
Rautt spjald: Haraldur Björnsson (Stjarnan)

Guðjón Baldvinsson kom Stjörnunni yfir úr víti strax á 6. mínútu eftir að Josip Zeba braut á honum. Alexander Veigar Þórarinsson jafnaði úr víti eftir að einnig hafi verið brotið á honum.

Það var svo Aron Jóhannsson sem að kom Grindvíkingum yfir úr enn einni vítaspyrnunni eftir að brotið var á Sigurði Hallssyni styttra en mínútu eftir að flautað var til seinni hálfleiks.

Helgi Mikael Jónasson sýndi Haraldi Björnssyni rauða spjaldið fyrir tæklingu utan teigs á Sigurði Hallssyni.

Garðbæingar jöfnuðu einum færri þegar Ævar Ingi Jóhannesson skoraði með góðu skoti utan teigs. Það stefndi allt í jafntefli þegar Hermann Ágúst Björnsson stangaði knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá Óliver Berg Sigurðssyni.

Lokatölur 3-2 og sigur Grindavíkur staðreynd. Stjarnan er á toppi riðilsins eins og er með fjögur stig. Grindavík er á botninum með þrjú stig og líkur á því að Grindvíkingar leiki um sjöunda sætið í A-deild þrátt fyrir sigurinn í kvöld.

ÍA og Grótta eiga eftir að mætast í lokaleik riðilsins. ÍA er með fjögur stig og Grótta þrjú stig fyrir þann leik.

Úrslit frá úrslit.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner