Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 21. janúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Mateta til Crystal Palace á láni (Staðfest)
Crystal Palace hefur fengið framherjann Jean-Philippe Mateta á láni frá Mainz.

Lánssamningurinn gildir í eitt og hálft ár en Palace getur síðan keypt Mateta í sínar raðir.

Mateta er 23 ára og vonast Palace til að hann hjálpi liðinu að skora fleiri mörk en hann hefur skorað tíu mörk í sautján leikjum með Mainz á þessu tímabili.

Christian Benteke hefur aðeins skorað þrjú deildarmörk á tímabilinu og Jordan Ayew aðeins einu sinni. Þá hefur Michy Batshuayi ekki náð að skora.

„Að spila í ensku úrvalsdeildinni var draumur minn þegar ég var barn. Núna fæ ég að spila þar og ég ætla að sýna stuðningsmönnum Crystal Palace hvað ég get gert," sagði Mateta.
Athugasemdir
banner
banner