Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   fim 21. janúar 2021 11:30
Magnús Már Einarsson
Mateta til Crystal Palace á láni (Staðfest)
Crystal Palace hefur fengið framherjann Jean-Philippe Mateta á láni frá Mainz.

Lánssamningurinn gildir í eitt og hálft ár en Palace getur síðan keypt Mateta í sínar raðir.

Mateta er 23 ára og vonast Palace til að hann hjálpi liðinu að skora fleiri mörk en hann hefur skorað tíu mörk í sautján leikjum með Mainz á þessu tímabili.

Christian Benteke hefur aðeins skorað þrjú deildarmörk á tímabilinu og Jordan Ayew aðeins einu sinni. Þá hefur Michy Batshuayi ekki náð að skora.

„Að spila í ensku úrvalsdeildinni var draumur minn þegar ég var barn. Núna fæ ég að spila þar og ég ætla að sýna stuðningsmönnum Crystal Palace hvað ég get gert," sagði Mateta.
Athugasemdir