Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 21. janúar 2023 10:40
Aksentije Milisic
Zaniolo ekki í leikmannahópi Roma á morgun - Leicester bætist við í slaginn
Mynd: EPA

Nicolo Zaniolo, leikmaður AS Roma á Ítalíu, er sagður hafa beðið um að vera ekki í leikmannahóp liðsins en Roma á leik gegn Spezia í Serie A deildinni á morgun.


Zaniolo á að hafa tjáð umboðsmanni sínum að hann vilji yfirgefa félagið en kappinn hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og eru margir stuðningsmenn Roma komnir með nóg af honum.

Tottenham hefur haft samband við umboðsmann Zaniolo og þá voru Arsenal og West Ham sögð áhugasöm. Núna hefur Leicester City einnig bæst við í slaginn og því fínar líkur á því að Zaniolo endi í ensku deildinni.

Zaniolo stóð sig vel á síðasta tímabili með Roma í Sambandsdeildinni en hann reyndist drjúgur í útsláttarkeppninni og skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Feyenoord.

Í vetur hefur hann hins vegar spilað langt undir getu. Þetta er leikmaður sem hefur tvívegis slitið krossband en þrátt fyrir það hefur hann ekki misst úr hraða eða krafti.

Ákvörðunartaka og stöðugleiki er eitthvað sem hefur hins vegar vantað mikið í leik Ítalans.

Roma vill fá 40 milljónir evra fyrir Zaniolo en nú er verið að orða Houssem Aouar, leikmann Lyon, við Roma til að fylla í skarð Zaniolo.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner