Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mið 21. febrúar 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney myndi gjarnan vilja aðstoða Guardiola
Mynd: Getty Images

Wayne Rooney fyrrum leikmaður Manchester United segist gjarnan vilja vera í þjálfarateymi Pep Guardiola.


Rooney lagði skóna á hilluna árið 2021 en hann var í herbúðum Man Utd frá 2004-2017. Hann hefur reynt fyrir sér í þjálfun undanfarin ár án árangurs en hann var síðast hjá Birmingham en var látinn taka pokann sinn í upphafi þessa árs.

Hann hrósaði Guardiola í hástert í hlaðvarpsþættinum Stick to Football á Sky Bet.

„Það fer eftir ýmsu, ef Pep Guardiola kæmi og myndi biðja mig um að vera aðstoðarmaður myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um. Maður sér hvað Arteta er að gera núna og ég trúi því að mikið af því er það sem hann lærði af því sem Guardiola var að gera," sagði Rooney.

Rooney var mjög sigursæll í búningi Man Utd en hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner