Vinicius Jr, einn besti fótboltamaður heims, var aðalmaðurinn í 2-1 hádramatískum sigri Brasilíu á Kólumbíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í nótt.
Brasilíumenn höfðu gert tvö jafntefli í röð í undankeppninni og voru örvæntingafullir að sækja sigur.
Raphinha skoraði úr vítaspyrnu snemma leiks en Luis Díaz, leikmaður Liverpool, jafnaði metin undir lok hálfleiksins sem var hans fimmta mark í undankeppninni.
Rúmar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Vinicius Jr tók málin í sínar hendur. Hann fékk boltann á vinstri vængnum, færði boltann á hægri fótinn og smellti honum í fjærhornið.
Sigurinn kemur Brasilíu upp í 2. sætið með 21 stig og færist liðið nú nær því að tryggja sér sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sem er haldið á næsta ári. Kólumbía er í 6. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Brasilíu.
WHAT A GOAL VINICIUS IN THE LAST MINUTES OF THE GAME TO WIN THE MATCH FOR BRAZIL ????????????
— Janty (@CFC_Janty) March 21, 2025
pic.twitter.com/MqvZdcQg0V
Athugasemdir