Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni HM: Glæsimark Vinicius Jr kom Brössum í annað sætið
Mynd: EPA
Vinicius Jr, einn besti fótboltamaður heims, var aðalmaðurinn í 2-1 hádramatískum sigri Brasilíu á Kólumbíu í undankeppni heimsmeistaramótsins í nótt.

Brasilíumenn höfðu gert tvö jafntefli í röð í undankeppninni og voru örvæntingafullir að sækja sigur.

Raphinha skoraði úr vítaspyrnu snemma leiks en Luis Díaz, leikmaður Liverpool, jafnaði metin undir lok hálfleiksins sem var hans fimmta mark í undankeppninni.

Rúmar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Vinicius Jr tók málin í sínar hendur. Hann fékk boltann á vinstri vængnum, færði boltann á hægri fótinn og smellti honum í fjærhornið.

Sigurinn kemur Brasilíu upp í 2. sætið með 21 stig og færist liðið nú nær því að tryggja sér sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sem er haldið á næsta ári. Kólumbía er í 6. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner