Haaland, Cunha, Kvaratskhelia, Joao Felix, Mourinho og fleiri góðir koma við sögu
   þri 21. maí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa að ganga frá kaupum á Barkley
Ross Barkley
Ross Barkley
Mynd: EPA
Aston Villa er að ganga frá kaupum á enska miðjumanninum Ross Barkley en hann kemur til félagsins frá Luton Town. Þetta kemur fram í Guardian.

Barkley kom að níu mörkum í 32 deildarleikjum með Luton á tímabilinu.

Í lokaumferð deildarinnar féll Luton aftur niður í B-deildina eftir eins árs veru.

Þessi þrítugi miðjumaður á að baki 33 landsleiki fyrir England, en hann kom til Luton frá Nice fyrir tímabilið. Lengd samningsins kom ekki fram en talið er að samningurinn gildi út næstu leiktíð.

Samkvæmt Guardian er Aston Villa að ganga frá viðræðum við Luton um kaup á Barkley, en þetta verður í annað sinn á ferlinum sem Barkley fer til Villa.

Tímabilið 2020-2021 var hann á láni hjá Villa frá Chelsea, en þá spilaði hann 27 leiki og kom að fimm mörkum í öllum keppnum með Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner