Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 21. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Copa América: Álvarez og Lautaro afgreiddu Kanada
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Argentína 2 - 0 Kanada
1-0 Julian Alvarez ('49)
2-0 Lautaro Martinez ('88)

Suður-Ameríkukeppnin, Copa América, er farin af stað þar sem ríkjandi meistarar Argentínu lögðu Kanada að velli í opnunarleik mótsins.

Staðan var markalaus í leikhlé eftir mjög jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði lið fengu tækifæri til að skora.

Argentína tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik og náði Julián Álvarez, framherji Manchester City, forystunni með marki af stuttu færi á 49. mínútu. Hann skoraði eftir frábæran undirbúning frá goðsögninni Lionel Messi og stoðsendingu frá Alexis Mac Allister, miðjumanni Liverpool.

Argentína var vaðandi í færum í síðari hálfleik en lenti í miklum erfiðleikum með að skora framhjá Maxime Crepeau sem átti flottan leik á milli stanga Kanada.

Markið lét loks sjá sig á lokamínútum leiksins, þegar Lautaro Martinez fyrirliði Inter skoraði eftir snotra stungusendingu frá Messi.

Lokatölur urðu því 2-0 fyrir Argentínu í opnunarleik Copa América.

Mótið er haldið í Bandaríkjunum í ár og eru nokkrar þjóðir frá Norður-Ameríku með í keppninni að sinni.
Athugasemdir
banner
banner