Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júlí 2022 18:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lingard til liðs við Nottingham Forest (Staðfest)
Mynd: EPA
Jesse Lingard er genginn til liðs við nýliða Nottingham Forest en hann gerir eins árs samning við félagið.

Lingard yfirgaf Manchester United þegar samningur hans við félagið rann út í sumar. Hann var á láni hjá West Ham fyrri hluta ársins 2021 og var mikið orðaður við endurkomu til Lundúnarliðsins.

Hann er uppalinn hjá Man Utd en hann lék sinn fyrsta leik tímabilið 2014/15. Hann náði aldrei að festa sig almennilega í sessi hjá liðinu.

Þessi 29 ára gamli Englendingur er tíundi leikmaðurinn sem Forest fær til sín í sumar. Áður komu þeir Taiwo Awoniyi, Dean Henderson, Giulian Biancone, Moussa Niakhate, Omar Richards, Neco Williams, Wayne Hennessey, Brandon Aguilera, Harry Toffolo og Lewis O'Brien.

Forest eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner