Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. júlí 2022 10:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Malacia: Ten Hag vill hafa mig á miðjunni þegar við erum með boltann
Mynd: EPA
Tyrell Malacia, sem Manchester United keypti frá Feyenoord í sumar, segist hafa átt í jákvæðum samskiptum við Erik ten Hag, stjóra félagsins, áður en hann skrifaði undir hjá United.

Malacia á að vera eins og miðjumaður þegar United er með boltann, vera hátt uppi á vellinum.

„Ég ræddi mikið við Ten Hag, tvisvar eða þrisvar," segir Malacia við Sky Sports.

„Við áttum góð samtöl um fótbolta, um mig og um hann. Einnig um hvernig hann sér mig sem var mikilvægur þáttur í því að ég ákvað að koma."

„Stjórinn vill að ég verði eins og auka miðjumaður þegar liðið er með boltann, ég spilaði þannig hjá Feyenoord svo það verður auðvelt að passa inn í kerfið,"
sagði Malacia.

Malacia er 22 ára vinstri bakvörður sem á að baki fimm landsleiki fyrir Holland.
Athugasemdir
banner