Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
banner
   sun 21. júlí 2024 17:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Júlíus hafði betur í Íslendingaslag - Eggert Aron ónotaður varamaður annan leikinn í röð
Júlíus Magnússon
Júlíus Magnússon
Mynd: Lemos Media

Júlíus Magnússon var á sínum stað með fyrirliðabandið í liði Fredrikstad þegar liðið vann 1-0 sigur á HamKam í norsku deildinni í dag.

Viðar Ari Jónsson og Brynjar Ingi Bjarnason byrjuðu báðir á bekknum hjá HamKam en komu inn á þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.


Anton Logi Lúðvíksson spilaði í klukkutíma þegar Haugesund vann 1-0 sigur á Viking. Fredrikstad er í 5. sæti með 26 stig eftir 15 umferðir. Haugesund er í 11. sæti með 17 stig eftir 14 umferðir.

Annan leikinn í röð var Eggert Aron Guðmundsson ónotaður varamaður hjá Elfsborg. Þetta var í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum sem hann tekur engan þátt. Liðið vann 3-1 sigur á Mjallby í dag í efstu deild í Svíþjóð en Andri Fannar Baldursson spilaði síðasta hálftímann.

Þá spilaði Kolbeinn Þórðarson allan leikinn þegar Gautaborg gerði svekkjandi jafntefli gegn Vasteras. Gautaborg komst yfir strax í upphafi síðari hálfleiks en þegar níu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma kom jöfnunarmark Vasteras.

Elfsborg er í 4. sæti með 25 stig eftir 16 umferðir en Gautaborg er í 12. sæti með 18 stig eftir 15 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner