Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. ágúst 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Halldór Smári tæpur fyrir fallbaráttuslaginn
Halldór Smári í leiknum gegn KR í fyrradag.
Halldór Smári í leiknum gegn KR í fyrradag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkings, fór meiddur af velli í hálfleik gegn KR á mánudagskvöld eftir að hafa fengið högg á hnéð. Það skýrist betur á næstu dögum hvort Halldór Smári verði klár í slaginn fyrir mikilvægan fallbaráttuslag gegn Grindavík á sunnudaginn.

„Þetta er ennþá svo bólgið að ég veit ekkert hvort eitthvað sé illa farið undir bólgunni. Þetta var hins vegar bara högg, ég sneri ekki neitt og er þessvegna bara bjartsýnn á að þetta sé ekkert meira en bólgan," sagði Halldór Smári við Fótbolta.net í dag.

„Eins og staðan er núna er bara spurningamerki hvort ég nái leiknum við Grindavík, það kemur betur í ljos á morgun og föstudaginn þegar bólgan fer að hverfa."

Halldór Smári hefur verið fastamaður í liði Víkings í sumar og ýmist spilað sem miðvörður eða vinstri bakvörður.

Halldór byrjaði við hlið Kára Árnasonar í hjarta varnarinnar gegn KR en þar var Sölvi Geir Ottesen í leikbanni. Í hálfleik fór Davíð Örn Atlason úr hægri bakverði í hjarta varnarinnar við hlið Kára eftir að Halldór fór út af.

Víkingur er stigi á undan Grindavík fyrir leikinn á sunnudag en liðið verður án Guðmundar Andra Tryggvasonar í leiknum þar sem hann tekur út leikbann.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner