Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool ætlar ekki að kaupa fleiri leikmenn
Mynd: Getty Images
Liverpool mun ekki kaupa fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 5. október.

James Pearce hjá The Athletic greinir frá þessu í dag en hann er gríðarlega vel tengdur hjá ensku meisturunum.

Liverpool keypti miðjumanninn Thiago Alcantara frá Bayern Munchen á tuttugu milljónir punda á föstudag og á laugardag keypti félagið kantmanninn DIogo Jota frá Wolves á 40 milljónir punda.

Fyrr í sumar keypti Liverpool einnig vinstri bakvörðinn Kostas Tsimikas frá Olympiakos.

Miðverðir hafa verið orðaðir við Liverpool í sumar eftir að Dejan Lovren var seldur. Miðjumaðurinn Fabinho spilaði frábærlega í miðverði í gær í fjarveru Joe Gomez og Joel Matip og Liverpool ku ekki ætla að kaupa miðvörð áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner
banner