Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. september 2020 09:13
Magnús Már Einarsson
Manchester United ekki í leit að miðverði
Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
David Ornstein hjá The Athletic segir frá því í dag að Manchester United sé ekki í leit að nýjum miðverði áður en félagaskiptaglugginn lokar 5. október.

Harry Maguire og Victor Lindelöf fengu mikla gagnrýni eftir 3-1 tap Manchester United gegn Crystal Palace um helgina.

Auk þeirra er Manchester United með miðverðina Eric Bailly, Phil Jones, Marcos Rojo, Chris Smalling, Axel Tuanzebe og hinn unga Teden Mengi innan sinna raða. Mengi er 18 ára og er kominn inn í aðalliðshóp hjá United.

Einbeiting Manchester United á félagaskiptamarkaðinum er ennþá á að ná í hægri kantmann og þá gæti félagið keypt Alex Telles frá Porto til að berjast við Luke Shaw um stöðuna í vinstri bakverði.

Samkvæmt frétt Ornstein í dag er hins vegar ekki í kortunum að félagið fái nýjan miðvörð. Að auki missir United af 4-5 milljónum punda í tekjum fyrir hvern heimaleik án áhorfenda og það hjálpar ekki til við að fjármagna kaup á leikmönnum.
Athugasemdir
banner
banner