Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 21. september 2020 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Kepa þurfi að leita sér hjálpar - „Hausinn hans á annarri plánetu"
Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga hefur þurft að sæta harðri gagnrýni undanfarið en hann virðist hafa það sem þarf til að standa á milli stanganna hjá Chelsea. Fyrrum leikmaður félagsins vonar að hann leiti sér hjálpar.

Kepa er dýrasti markvörður allra tíma en Chelsea keypti hann frá Athletic Bilbao á 72 milljón punda árið 2018.

Hann hefur ekki staðist þær væntingar sem voru gerðar til hans og missti hann sæti sitt í liði Chelsea á síðasta tímabili. Frank Lampard kaus heldur að hafa Willy Caballero í markinu og þá gerði markvörðurinn slæm mistök í 2-0 tapi gegn Liverpool í gær.

Frank Lebouef, sem lék með Chelsea hér árum áður, segir að Kepa þurfi að leita sér hjálpar og vinna úr vandamálum sínum.

„Hann getur ekki spilað. Hausinn á honum er á annarri plánetu þessa stundina. Hann virðist ekki vera með hausinn í leiknum og hann er jafnvel að pæla í því hvort hann sé ennþá markvörður," sagði Lebouef.

„Hann ætti ekki að spila og ætti heldur að fara til sálfræðings en ég meina það voru líka mistök hjá Frank að setja Kepa í markið í fyrsta lagi því náunginn er ekki með neitt sjálfstraust."

„Þetta minnir mig á Fernando Torres. Þegar þú ert framherji samt og klúðrar færi þá færðu samt annan leik en það er samt annað þegar þú ert með markvörð og hann gerir mistök því þá færðu á þig mark."


Chelsea er að ganga frá kaupum á franska markverðinum Edouard Mendy frá Rennes en hann kemur til með að taka sætið af Kepa.

„Ef við berum Kepa saman við Mendy þá er Mendy miklu betri og átti mjög gott tímabil með Rennes. Hann er töluvert betri en Kepa. Mendy er frábær markvörður og stærri en Kepa. Hann er agaður og betri en Kepa í augnablikinu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner