Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. nóvember 2019 11:11
Magnús Már Einarsson
Bayern Muncen vill ráða Pochettino
Mynd: Getty Images
Sky í Þýskalandi greinir frá því í dag að Bayern Munchen hafi áhuga á að ráða Mauricio Pochettino sem þjálfara.

Pochettino var í vikunni rekinn frá Tottenham eftir fimm og hálft ár í starfi en Jose Mourinho tók við keflinu af honum.

Bayern rak Niko Kovac á dögunum og Hans Flick stýrir liðinu þessa dagana.

Bayern vill núna ráða Pochettino til starfa en óljóst er hvort að hann myndi taka við liðinu strax eða næsta sumar ef af yrði.

Pochettino gæti tekið frí fram á sumar áður en hann tekur við en þá hefði hann einnig tíma til að læra þýsku.
Athugasemdir
banner
banner