Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. nóvember 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid draumur Ronaldo rætist ekki
Powerade
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Anthony Gordon.
Anthony Gordon.
Mynd: Getty Images
Suarez vill fara til Bandaríkjanna.
Suarez vill fara til Bandaríkjanna.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir alla HM umfjöllunina þá er samt pláss í blöðunum fyrir slúðrið. Ronaldo, Gordon, Oxlade-Chamberlain, De Jong, Guerreiro, Lukaku og fleiri í pakkanum í dag.

Cristiano Ronaldo (37) á sér þann draum að snúa aftur til Real Madrid en félagið hefur ákveðið að fá ekki inn sóknarmann í janúar þrátt fyrir meiðsli Karim Benzema. Það bendir ekkert til að Ronaldo snúi aftur til Real. (Marca)

Tottenham Hotspur hefur áhuga á Anthony Gordon (21), vængmanni Everton. Félagið íhugar að gera janúartilboð. (Football London)

Búist er við því að Alex Oxlade-Chamberlain (29) yfirgefi Liverpool á frjálsri sölu í sumar. (Fabrizio Romano)

Liverpool vildi selja miðjumanninn fyrir 10 milljónir punda síðasta sumar en náði ekki samningi við neitt félag. (Mirror)

Frenkie de Jong (25), miðjumaður Barcelona, segir að félag sitt hafi lekið upplýsingum úr samningi sínum til fjölmiðla. (De Telegraaf)

Barcelona hefur beðið De Jong og þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen (30) um að taka á sig launalækkun til að hjálpa fjárhagsstöðu félagsins. (Mundo Deportivo)

Borussia Dortmund mun ekki selja Raphael Guerreiro (28) áður en samingur hans rennur út í sumar. West Ham og Leeds hafa áhuga á portúgalska bakverðinum. (Bild)

Chelsea óttast að lítill spiltími Romelu Lukaku (29) á HM muni hafa áhrif á verðmiðann á honum þegar félagið reynir að selja hann eftir lánsdvölina hjá Inter. Lukaku getur ekki tekið þátt í fyrstu tveimur leikjum Belga á HM. (Standard)

Louis van Gaal, þjálfari Hollands, segist hafa viljað kaupa senegalska sóknarmanninn Sadio Mane (30) til Manchester United þegar hann var stjóri þar. (Metro)

Luis Suarez (35), fyrrum sóknarmaður Liverpool og Barcelona, hafnaði tilboði frá Gremio því sá úrúgvæski vill ganga í raðir félags í bandarísku MLS-deildinni. (Bild)

West Ham United hefur áhuga á marokkóska framherjanum Youssef En-Nesyri (25) hjá Sevilla í janúar. (Calciomercato)

Aston Villa vill fá nígeríska vængmanninn Samuel Chukwueze (23) frá Villarreal í janúarglugganum. (Football Insider)

Austurríski framherjinn Marko Arnautovic (33) hafnaði ítrekuðum tilboðum frá Manchester United í sumar, þrátt fyrir að fjölskylda hans vildi að hann færi frá Bologna. (Laola1)

Umboðsmaður Arsen Zakharyan (19), miðjumanns Dynamo Moskvu, segir að áhugi Chelsea á leikmanninum sé flókið mál. (Championat)

AC Milan íhugar að gera lánstilboð í janúar í Hakim Ziyech (29), leikmann Chelsea. Þá hyggst félagið reyna að fá albanska framherjann Armando Broja (21) frá Chelsea í sumar. (Corriere Dello Sport)

Milan hefur einnig áhuga á Ruben Loftus-Cheek (26), miðjumanni Chelsea. Hann lék vel gegn þeim í Meistaradeildarleik á Stamford Bridge. (Calciomercato)

Lucien Favre verður stjóri Nice út tímabilið en það hefur verið rætt og ritað um hans framtíð. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner