Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   fim 21. desember 2023 12:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Norrköping ræðir við Víking um kaup á Arnari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Norrköping ræðir nú við Víking um að kaupa þjálfarann Arnar Gunnlaugsson. Frá þessu greinir Vísir rétt í þessu.

Fjallað var um það í vikunni að Arnar væri fyrsti kostur Norrköping og reynir nú sænska félagið að ná samkomulagi við Víking um að fá Arnar í sínar raðir.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, ræddi við Vísi og tekur fram að þó að viðræður séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn. Víkingar vilji fá sanngjarna greiðslu fyrir þjálfarann sinn.

Arnar tók við Víkingi fyrir tímabilið 2019 og hefur hann unnið Íslandsmeistaratitilinn í tvígang og bikarmeistaratitilinn fjórum sinnum sem þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner