Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 22. janúar 2023 09:49
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Manga Escobar flúði Ísland eftir fangelsisdóm
Manga Escobar í leik hér á landi.
Manga Escobar í leik hér á landi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés 'Manga' Escobar, sem lék hér á Íslandi sumarið 2021 með Leikni í Breiðholti en yfirgaf félagið eftir tímabilið, flúði land í síðasta mánuði þrátt fyrir að vera í farbanni vegna nauðgunardóms.

Vísir fjallar um málið en Manga hlaut í febrúar í fyrra tveggja og hálfs árs fangelsisdóm sem hann beið afplánunar í fangelsi hér á landi.

Hægt er að lesa dóminn í heild sinni með því að smella hérna.

Samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að gefa út alþjóðlega handtökuskipun og fara fram á framsal viðkomandi frá því landi þar sem hann er staddur.

Manga er kominn til Cali í heimalandi sínu Kólumbíu og í viðtali þar í landi segir hann að samkomulag hafi náðst „af mannúðarástæðum" um að hann fengi að snúa í faðm fjölskyldu sinnar. Hann segir það samkomulag hafa náðst fyrir tilstilli Gustavo Quijano hjá fótboltasambandi Kólumbíu og annarra aðila.

„Þetta var spurning um að lifa af. Á tímabili hélt ég að ég myndi deyja," segir Manga í viðtalinu en Vísir fjallar nánar um málið.
Athugasemdir
banner
banner