
„Það er ekkert sem segir til um að Viðar muni ekki vera valinn í framtíðinni," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er ekki í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsleiki og hann sagði viðtali í síðustu viku að hann reikni ekki með því að vera valinn í framhaldinu.
Viðar segir að landsliðsþjálfararnir hafi ekki verið í sambandi við sig.
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er ekki í leikmannahópi Íslands fyrir komandi landsleiki og hann sagði viðtali í síðustu viku að hann reikni ekki með því að vera valinn í framhaldinu.
Viðar segir að landsliðsþjálfararnir hafi ekki verið í sambandi við sig.
„Það eru að sjálfsögðu allir í okkar plönum. Það er alveg satt að við höfum ekki mikið haft samband við Viðar. Akkúrat núna teljum við að við höfum þessa týpu af framherja í til dæmis Alberti Guðmundssyni," segir Arnar.
„Sem þjálfari þarftu að rýna í hvað þú ert að fara út í, hvers konar leiki þú ert að fara að spila og hvernig týpu þú vilt hafa í hópnum. Fyrir þetta verkefni ákváðum við að velja þennan hóp sem við völdum núna."
Ísland mætir Þýskalandi ytra á fimmtudagskvöld.
Athugasemdir