„Ég er ánægður með að við sigrum leikinn á endanum, vinna Lengjubikar og taka þennan bikar með okkur." sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals en Valur er Lengjubikarmeistarar árið 2025.
Lestu um leikinn: Fylkir 2 - 3 Valur
„Við byrjuðum leikinn mjög ílla, lendum 2-0 undir fyrstu tuttugu mínúturnar og vorum bara ekki klárir í þetta. Reyndum að komast upp með einhver 70 eða 75% sem gengur aldrei í fótolbtanum, alveg sama á móti hverjum þú spilar og sérstaklega ekki á móti mjög heitu liði eins og lið Fylkis sem eru búnir að vera geggjaðir í vetur."
„Það er svona það mesta sem ég er ósáttur með og er ekki að gerast í fyrsta skipti og við verðum bara að læra af því og læra hratt útaf núna eru bara tvær vikur í mót og þú getur ekki alltaf mætt í leikina og gefið hinum liðunum forskot en aftur á móti sýnir það styrk að liðið er ekki að missa hausinn jafnvel þó við erum að lenda undir erum við að sýna styrk og koma til baka"
Nánar var rætt við Tufa í sjónvarpinu hér að ofan.