Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane: Erfitt að líka við þetta United lið
Mynd: Getty Images

Roy Keane fyrrum leikmaður Manchester United var alls ekki sáttur eftir sigur liðsins gegn Coventry í undanúrslitum enska bikarsins í gær.


United tapaði niður þriggja marka forystu áður en 90 mínútunum lauk og í framlengingunni skoraði Coventry mark undir lokin en það var dæmt af vegna rangstöðu.

„Leikmenn og stuðningsmenn United fögnuðu ekki of mikið því þeir vissu að þeir voru heppnir. Leikurinn var unninn í stöðunni 3-0 og þeir skömmuðust sín næstum því að vinna í lokin. Þeir eru í bikarúrslitum og kláruðu verkið," sagði Keane.

„Í hvert sinn sem ég horfi á þetta United lið líkar mér ekki það sem ég sé. Það er erfitt að líka við þá. Það er mikið talað um leiðtoga og karaktera. Ég sé ekkert af því í þessum hópi."


Athugasemdir
banner
banner
banner