Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 22. júní 2024 18:00
Sölvi Haraldsson
EM: Portúgal með fullt hús stiga
Mynd: Getty Images
Tyrkland 0 - 3 Portúgal
0-1 Bernardo Silva ('21 )
0-2 Samet Akaydin ('28 , sjálfsmark)
0-3 Bruno Fernandes ('56 )

Portúgal eru með fullt hús stiga í F-riðlinum eftir 3-0 sigur í dag á Tyrkjum.

Portúgalar byrjuði leikinn vel og voru ekki lengi að taka forystuna þegar Bernado Silva kom boltanum í netið á 21. mínútu eftir smá barning í teignum. 

Nokkrum mínútum síðar skoraði Samet Akaydin eitt skrautlegasta sjálfsmark mótsins þegar hann ætlaði að senda boltann niður á Bayindir í marki Tyrkja en hann var kominn vel út úr markinu og boltinn lak í netið. 

Þar við sat í hálfleik, 2-0. Portúgalar kláruðu endanlega dæmið þegar Ronaldo og Bruno Fernandes sluppu einir í gegn. Ronaldo rennti honum til hliðar á Bruno sem kláraði færið og innsiglaði sigurinn fyrir Portúgala.

Alls ekki dagurinn hans Akaydin í dag en hann skoraði sjálfsmark, fékk gult og fór meiddur af velli. 


Athugasemdir
banner
banner
banner