fim 22. júlí 2021 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks í Austurríki: Kiddi og Oliver byrja
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver
Oliver
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Leikur Austria Vín og Breiðabliks hefst klukkan 16:00 og fer fram á Viola Park í Vín. Byrjunarliðin í leiknum hafa verið opinberuð og má sjá byrjunarlið Breiðabliks hér að neðan.

Um er að ræða einvígi í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar og fer seinni leikurinn fram á Kópavogsvelli eftir viku. Hægt verður að fylgjast með stöðunni í leiknum gegn úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.

Breiðablik vann lúxemborgska liðið Racing Union 5-2 samanlagt í 1. umferð. Austria kemur inn í keppnina í þessari umferð. Austria endaði í 8. sæti austurrísku deildarinnar á síðasta tímabili en komst í Sambandsdeildina eftir umspil heima fyrir. Deildin í Austurríki byrjar aftur í ágúst.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn KR á sunnudag. Oliver sigurjónsson og Kristinn Steindórsson koma inn í liðið fyrir þá Davíð Örn Atlason og Andra Rafn Yeoman. Árni Vilhjálmsson byrjar fremstur líkt og gegn KR. Samkvæmt vef UEFA stillir Breiðablik upp í 4-2-3-1 leikkerfinu.

Dómarar leiksins í dag koma frá Færeyjum.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
3. Oliver Sigurjónsson
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
20. Kristinn Steindórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson

Viktor Örn Margeirsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í gær um leikinn í dag.

„Austria Vín er risaklúbbur og við erum alveg meðvitaðir um það. Þeir eru með mikla hefð og góða sögu bæði í Evrópu og heima fyrir, við berum mikla virðingu fyrir því. Við munum nálgast þetta svipað og gegn Racing (í 1. umferð keppninnar), við munum reyna spila okkar leik og gera það vel. Við ætlum að vera skynsamir og vera meðvitaðir um styrkleika Austria Vín."

„Við erum með góða hugmynd um hvað við viljum gera en eigum eftir að funda nánar og fara út í fleiri atriði. Þjálfararnir hafa lagt mikla vinnu í að leggja upp leikinn, gera þetta mjög fagmannlega og vel, þannig við verðum eins undirbúnir og hægt er."


Hvað gerir svona Evrópuferð fyrir hópinn?

„Þetta er mjög gott fyrir hópinn, erum saman í nokkra daga á hóteli. Það myndast góð stemning og frekar létt yfir mönnum. Þetta eflir okkur sem lið að fá að kúpla sig aðeins út og okkar fólk heldur vel utan um okkur hérna. Það er staðið mjög vel að öllu."

Eru Evrópuleikir skemmtilegustu leikirnir?

„Þeir eru mjög skemmtilegir, já, alveg með þeim skemmtilegri sem maður fer í og þess vegna er eftirsóknarvert að komast í þessa leiki. Maður er mæta leikmönnum og liðum sem maður þekkir ekki jafn vel og þegar maður er að spila heima. Þetta er bæði alvöru alvöru áskorun og þessi óvissa út í hvað maður er að fara. Þetta er mjög skemmtilegt og gott verkefni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner