Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. júlí 2021 08:50
Elvar Geir Magnússon
Chelsea ræðir um Lewandowski - Werner vill til Þýskalands
Powerade
Sóknarmaðurinn Robert Lewandowski.
Sóknarmaðurinn Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Heimasíða Man Utd
Manuel Locatelli.
Manuel Locatelli.
Mynd: Getty Images
Lewandowski, Ramsdale, Abraham, Werner, Pogba, Neves og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Chelsea hefur rætt við umboðsmann Robert Lewandowski (32). pólska markahróksins hjá Bayern München, um möguleikana á að fá hann á Stamford Bridge. (Bild)

Arsenal undirbýr 30 milljóna punda tilboð í Aaron Ramsdale (23), markvörð Sheffield United. (TalkSport)

Chelsea er opið fyrir því að Tammy Abraham (23) fari til Arsenal á láni. Tottenham og West Ham hafa einnig áhuga á sóknarmanninum. (Sun)

Þýski sóknarmaðurinn Timo Werner (25) er opinn fyrir því að fara frá Chelsea í sumar og væri til í að snúa aftur í þýsku Bundesliguna. (90min)

Liverpool gæti selt enska miðvörðinn Nat Phillips (24), velska vængmanninn Harry Wilson (24), belgíska framherjann Divock Origi (26), velska bakvörðinn Neco Williams (20) og svissneska miðjumanninn Xherdan Shaqiri (29). (Liverpool Echo)

Paris St-Germain hefur áhuga á Paul Pogba (28) en franska félagið þyrfti fyrst að selja leikmenn. (Sky Sports)

Manchester United er að vinna baráttu um portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (24) frá Wolves en Arseal hefur einnig áhuga á honum. Hann er metinn á 35 milljónir punda. (TalkSport)

United er í viðræðum við franska varnarmanninn Raphael Varane (28) hjá Real Madrid. (Daily Express)

United hefur boðið þýska miðjumanninum Leon Goretzka (26) 200 þúsund pund í vikulaun þegar samningur hans við Bayern München rennur út á næsta ári. (Mail)

Real Madrid hefur einnig sett sig í samband við Goretzka. (Bild)

Aston Villa er í viðræðum um kaup á Todd Cantwell (23) hjá Norwich. (Football Insider)



Crystal Palace er í viðræðum við Schalke um tyrkneska varnarmanninn Ozan Kabak (21), hann gæti kostað um 10-12 milljónir punda. Kabak var á láni hjá Liverpool á síðasta tímabili. (Guardian)

Everton er meðal félaga semsem hafa áhuga á Jesse Lingard (28) og fylgjast með gangi mála hjá honum. (Sun)

David Moyes, stjóri West Ham, hefur áhuga á enska miðjumanninum Ross Barkley (27) hjá Chelsea ef félagið getur ekki fengið Lingard. (90min)

Newcastle er líklegt til að borga 13 milljónir punda fyrir sænska miðjumanninn Jens-Lys Cajuste (21) hjá Midtjylland. (Chronicle)

Newcastle er einnig í viðræðum um 4 milljóna punda kaup á miðjumanninum Mario Lemina (27) hjá Southampton og vonast til að ná samkomulagi í þessari viku. (Mail)

Brasilíumaðurinn Matheus Pereira (25) hjá West Brom er á óskalistum félaga í ensku úrvalsdeildinni og í Bundesligunni. (Express and Star)

Leeds United er nálægt því að fá enska miðjumanninn Lewis Bate (18) frá Chelsea. (Leeds Live)

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek (24) er ákveðinn í að vera áfram hjá Manchester United í sumar þrátt fyrir áhuga félaga á Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. (Manchester Evening News)

Juventus er nálægt því að gera samkomulag við Sassuolo um ítalska miðjumanninn Manuel Locatelli (23) sem Arsenal hefur reynt að fá. (Corriere dello Sport)

Barcelona þarf að fara í verulegan niðurskurð á launakostnaði til að standast reglur spænsku deildarinnar. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner