Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 22. júlí 2021 10:02
Elvar Geir Magnússon
Phil Neville rekinn? - „Gengið setur mig undir pressu"
Phil Neville er fyrrum þjálfari enska kvennalandsliðsins.
Phil Neville er fyrrum þjálfari enska kvennalandsliðsins.
Mynd: Getty Images
Phil Neville segir að hann geri sér „grein fyrir afleiðingunum" eftir að Inter Miami fékk 5-0 skell gegn New England Revolution í bandarísku MLS-deildinni.

Þetta var sjötti tapleikur liðsins í röð og þjálfarasæti Phil Neville er orðið heitt. Inter er á botni Austurdeildarinnar.

„Ég finn fyrir stuðningi frá eigendum félagsins, ég er sjálfur með áhyggjur. Þeir þurfa ekki að segja mér frá sínum áhyggjum. Þetta slæma gengi setur mig undir pressu," segir Neville sem er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins.

Inter Miami er að hluta í eigu David Beckham en liðið er með 8 stig úr 12 leikjum á þessu tímabili. Liðið er með versta árangurinn af öllum 27 liðunum í MLS-deildinni.

„Ég hef aldrei sokkið neðar síðan ég kom hingað. Það var óásættanlegt hvernig við töpuðum þessum leik, mér líður illa yfir þessu. Ég get bara beðið okkar ótrúlegu stuðningsmenn afsökunar. Ég finn til með þeim og þeir eiga meira skilið. Ég var ekki að búast við þessu."

„Ég hef verið nægilega lengi í bransanum til að vita hverjar afleiðingarnar eru. Leikmenn þurfa að líta í eigin barm og ég þarf líka að gera það. Ég tek fulla ábyrgð og það er mitt starf að bæta liðið, það hvílir á mínum öxlum. Það eru engar afsakanir. Það þurfa allir að standa saman og taka ábyrgð, leikmenn þurfa að berjast saman."

Arnór Ingvi Trausarson skoraði tvö mörk í 5-0 sigri New England Revolution gegn Inter Miami en mörkin má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner