Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 13:57
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendum ekki hleypt á enska boltann í október
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Mynd: Getty Images
Áætlunum um að áhorfendur fengi aftur aðgang að íþróttaviðburðum á Englandi hefur verið frestað. Þetta hefur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gefið út.

Ætlunin var að fara að hleypa áhorfendum aftur á leikvanga í október en því hefur verið frestað þar sem tilfellum í kórónaveirufaraldrinum hefur fjölgað.

„Útbreiðsla veirunnar hefur áhrif á möguleika okkar á að hleypa áhorfendum aftur á stóra íþróttaviðburði. Við getum ekki haldið okkur við áætlanir um 1. október og ég geri mér grein fyrir áhrifum sem þetta hefur á íþróttafélögin okkar sem eru hjarta og sál samfélaga," segir Boris Johnson.

Leikið hefur verið án áhorfenda á Englandi síðan í mars og segir ráðherrann að ríkisstjórnin sé að skoða leiðir til að hjálpa íþróttafélögum fjárhagslega.

Óttast er að margir mánuðir gætu liðið áður en áhorfendum verður hleypt aftur á stóra viðburði á Bretlandseyjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner