Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 22. september 2021 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Frakkland: Hakimi bjargaði fullkominni byrjun PSG í uppbótartíma
Mynd: PSG
Mynd: EPA
Það var mikil dramatík í franska boltanum í kvöld er stórveldi Paris Saint-Germain heimsótti Metz.

Lionel Messi var fjarverandi vegna hnémeiðsla en Kylian Mbappe og Mauro Icardi leiddu sóknarlínuna ásamt Neymar í kvöld.

Það voru þó ekki þeir sem skinu, heldur Achraf Hakimi sem bjargaði PSG gegn botnliðinu.

Hakimi skoraði eftir fimm mínútna leik en Metz jafnaði og var staðan jöfn 1-1 eftir jafnan fyrri hálfleik.

PSG stjórnaði gangi mála eftir leikhlé en átti erfitt uppdráttar fyrir framan markið. Heimamenn misstu mann af velli í uppbótartíma og var þjálfari liðsins rekinn upp í stúku í kjölfarið.

Tíu leikmönnum Metz tókst ekki að halda Hakimi í skefjum því hann náði að gera sigurmark á 94. mínútu og tryggja þannig sjöunda sigur PSG í sjö fyrstu deildarleikjunum.

Metz 1 - 2 PSG
0-1 Achraf Hakimi ('5)
1-1 Kiki Kouyate ('39)
1-2 Achraf Hakimi ('94)

Lyon var óvænt undir í leikhlé á heimavelli gegn Troyes en Xherdan Shaqiri, Emerson Palmieri og Lucas Paqueta sneru taflinu við í síðari hálfleik og innsigluðu sigur.

Lyon er aðeins með ellefu stig í sjötta sæti deildarinnar. Marseille er í öðru sæti, sjö stigum eftir PSG með leik til góða, en liðið gerði markalaust jafntefli við Angers í kvöld. Angers er í þriðja sæti, tveimur stigum eftir Marseille.

Ríkjandi meistarar Lille hafa farið hrikalega af stað en komust aftur á sigurbraut í kvöld með sigri gegn Reims.
Athugasemdir
banner