Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. nóvember 2019 20:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugi á Brandi í Skandinavíu - Átt góðar samræður við FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brandur Olsen, leikmaður FH, gæti verið á leið aftur til Danmerkur. Þetta kemur fram hjá danska fjölmiðlinum Tipsbladet, en Morgunblaðið sagði fyrst frá á Íslandi.

Hinn 23 ára gamli Brandur hefur leikið með FH undanfarin tvö tímabil en hann skoraði sex mörk í nítján leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hann sagði nýverið við færeyska fjölmiðla að hann vildi prófa sig í stærri deild. „Ég fór til Íslands til að ná leikjum undir beltið. Núna er ég búinn að spila 60 leiki og er klár í að taka næsta skref," sagði Brandur.

Samkvæmt heimildum Tipsbladet þá hafa nokkur lið í Danmörku sýnt Brandi áhuga, en Brandur var á mála hjá FC Kaupmannahöfn, Vendsyssel og Randers áður en hann fór til FH árið 2018.

Umboðsmaður hans, Jákup í Stórustovu, sagði þá: „Ég get staðfest að það er áhugi á honum frá félögum í Skandinavíu. Við höfum átt góðar samræður við FH og saman erum við að reyna að finna rétta félagið."

Brandur er lykilmaður í landsliði Færeyja en hann á 31 landsleik að baki. Brandur hefur verið öflugur í undankeppni EM en hann var besti maður Færeyinga í 3-0 tapi gegn Svíþjóð í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner