Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   mán 22. nóvember 2021 20:52
Brynjar Ingi Erluson
PSG búið að hafa samband við Zidane
Franska félagið Paris Saint-Germain er búið að hafa samband við Zinedine Zidane um að taka við liðinu af Mauricio Pochettino en spænski miðillinn AS segir frá þessu í kvöld.

Zidane hætti með Real Madrid eftir síðustu leiktíð en hann gerði þá liðið að spænskum meistara.

Frakkinn hefur verið orðaður við Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í gær en hann hefur þó engan áhuga á að taka við enska liðinu.

Hann talar ekki ensku og þá vill eiginkona hans ekki búa á Englandi en nú eru hins vegar ágætis líkur á því að hann verði næsti þjálfari Paris Saint-Germain.

Allir helstu miðlar hafa greint frá því að Pochettino sé tilbúinn að hætta með PSG til að taka við Manchester United og opnast því staðan fyrir Zidane.

Andrés Onrubia Ramos hjá spænska miðlinum AS segir að PSG sé búið að hafa samband við Zidane. Það ætti að ráðast á næstu dögum hvað verður en hann er töluvert spenntari fyrir þeirri áskorun.
Athugasemdir
banner
banner