PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   þri 22. nóvember 2022 17:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo yfirgefur Manchester United (Staðfest)
Mynd: EPA

Manchester United er búið að staðfesta að Cristiano Ronaldo hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.


Man Utd hefur komist að samkomulagi við Ronaldo um starfslok. Rauðu djöflarnir eru ósáttir með viðtal sem Ronaldo gaf Piers Morgan þar sem portúgalska stórstjarnan fór ófögrum orðum um félagið sitt.

„Félagið þakkar honum fyrir stórfenglegt framlag yfir tvö tímaskeið á Old Trafford," segir í stuttri yfirlýsingu frá Manchester United.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo, sem verður 38 ára í febrúar, er því frjáls ferða sinna.


Athugasemdir
banner
banner