Manchester United er búið að staðfesta að Cristiano Ronaldo hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.
Man Utd hefur komist að samkomulagi við Ronaldo um starfslok. Rauðu djöflarnir eru ósáttir með viðtal sem Ronaldo gaf Piers Morgan þar sem portúgalska stórstjarnan fór ófögrum orðum um félagið sitt.
„Félagið þakkar honum fyrir stórfenglegt framlag yfir tvö tímaskeið á Old Trafford," segir í stuttri yfirlýsingu frá Manchester United.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo, sem verður 38 ára í febrúar, er því frjáls ferða sinna.
Cristiano Ronaldo is to leave Manchester United by mutual agreement, with immediate effect.
— Manchester United (@ManUtd) November 22, 2022
The club thanks him for his immense contribution across two spells at Old Trafford.#MUFC
Athugasemdir