Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 22. nóvember 2024 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Fram fær Arnar Daníel frá Gróttu (Staðfest) - Bræður sameinast
Mynd: Fram
Fram hefur fengið Arnar Daníel Aðalsteinsson frá Gróttu en þetta er annar leikmaðurinn sem félagið tilkynnir í kvöld.

Félagið gekk frá kaupum á honum í kvöld en Arnar gerði tveggja ára samning.

Arnar er tvítugur varnarmaður sem á að baki 66 leiki og 5 mörk í deild- og bikar með Gróttu og Augnabliki.

Hann hefur spilað síðustu þrjú tímabil með Gróttu og gert vel, en hann er nú mættur í Dal draumanna.

Varnarmaðurinn gerði tveggja ára samning og hittir hjá félaginu bróður sinn, Aron Kára, sem hefur verið á mála hjá Fram síðustu fjögur ár.

Arnar er eins og er í námi við Rutgers-skólann í Bandaríkjunum og kemur því til móts við liðið á sumrin.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Framarar tilkynna í kvöld en félagið greindi einnig frá félagaskiptum Kristófers Konráðssonar, sem kom frá Grindavík.
Athugasemdir
banner
banner