Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 22. nóvember 2024 17:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lítur á tilboð Víkings í Gylfa sem grín
Gylfi fagnar hér marki gegn Víkingi.
Gylfi fagnar hér marki gegn Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur boðið í Gylfa Þór Sigurðsson. Frá þessu greindi 433 í dag og Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti það í samtali við Fótbolta.net.

Gylfi skoraði ellefu mörk í nítján leikjum í Bestu deildinni í sumar en leikirnir hefðu orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli. Hann er 35 ára miðjumaður sem er samningsbundinn Val út næsta tímabil.

„Það er rétt sem kom fram, þeir hafa gert okkur tilboð. Við lítum reyndar meira á það sem grín. Ef Víkingur heldur að þeir geti keypt Gylfa á lágu verði þá finnst okkur það ekki raunsætt," segir Björn Steinar og sagði að tilboðið hafi borist fyrir nokkrum dögum síðan.

„Gylfi var frábær síðasta sumar, þrátt fyrir stutt undirbúningstímabil og óheppni með meiðsli. Við teljum að hann, eins og fleiri leikmenn, eigi inni fleiri góða leiki."

Í frétt 433.is segir að fyrsta tilboðið hafi verið rausnarlegt og að Vikingur muni gera annað tilboð til að freista þess að næla í Gylfa. Björn Steinar var spurður út í möguleikann á öðru tilboði frá Víkingi.

„Ég á ekki von á því að Víkingar mæti aftur, fyrir mér var þetta allavega afgreitt af okkar hálfu," segir formaðurinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner