Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. janúar 2021 19:25
Victor Pálsson
Enski bikarinn: Man City kláraði Cheltenham undir lokin
Phil Foden í kvöld.
Phil Foden í kvöld.
Mynd: Getty
Cheltenham 1 - 3 Manchester City
1-0 Alfie May('59)
1-1 Phil Foden('81)
1-2 Gabriel Jesus('84)
1-3 Ferran Torres('94)

Manchester City var ekki langt frá því að fá skell í enska bikarnum í kvöld er liðið spilaði við Cheltenham í 16-liða úrslitum keppninnar.

Cheltenham leikur í fjórðu efstu deild Englands og þurfti í raun á kraftaverki að halda gegn Pep Guardiola og hans lærisveinum.

Það voru þó heimamenn í Cheltenham sem komust yfir með marki frá Alfie May þegar um klukkutími var eftir.

Sú forysta entist í yfir 20 mínútur en á 81. mínutu þa jafnaði Phil Foden metin fyrir Man City eftir stoðsendingu frá Joao Cancelo.

Þremur mínútum seinna kom sigurmark leiksins en Gabriel Jesus kom þá knettinum í netið fyrir gestina og staðan orðin 1-2.

Ferran Torres gerði svo alveg út um leikinn í uppbótartíma og lokatölur leiksins, 1-3.
Athugasemdir
banner
banner