Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. febrúar 2020 13:05
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England - Byrjunarlið: Greenwood byrjar - Traore á bekknum
Mason Greenwood fær tækifæri í byrjunarliði Rauðu djöflanna.
Mason Greenwood fær tækifæri í byrjunarliði Rauðu djöflanna.
Mynd: Getty Images
Adama Traore er á bekknum hjá Wolves.
Adama Traore er á bekknum hjá Wolves.
Mynd: Getty Images
Tveir leikir hefjast í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:00 og byrjunarliðin í leikjunum tveimur eru dottin í hús.

Manchester United tekur á móti Watford á Old Trafford, heimamenn þurfa stig í Meistaradeildarbaráttunni en gestirnir þurfa stig í fallbaráttunni.

Hjá Manchester United er Mason Greenwood í byrjunarliði, stuðningsmenn Rauðu djöflanna gleðjast án efa einnig við að sjá að McTominay sé kominn aftur í hópinn eftir meiðsli.

Á Molineux mætast Wolves og Norwich, líkt og á Old Trafford þá eru heimamenn í Meistaradeildarbaráttu en gestirnir í fallbaráttu.

Það sem kemur helst á óvart þegar litið er á byrjunarlið Wolves er það að Adama Traore er ekki í byrjunarliði Úlfanna í dag.

Byrjunarliðin í leikjunum tveimur má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, Fred, Matic, James, Fernandes, Martial, Greenwood.

Varamenn: Romero, Bailly, Mata, Ighalo, McTominay, Chong, Williams.

Byrjunarlið Watford: Foster, Kabasele, Dawson, Cathcart, Masina, Hughes, Doucoure, Capoue, Deulofeu, Pereyra, Deeney.

Varamenn: Gomes, Mariappa, Cleverley, Welbeck, Chalobah, Gray, Sarr.




Byrjunarlið Wolves: Rui Patricio, Doherty, Boly, Coady, Saiss, Jonny, Dendoncker, Moutinho, Neves, Jimenez, Jota.

Varamenn: Ruddy, Neto, Podence, Gibbs-White, Vinagre, Traore, Kilman.

Byrjunarlið Norwich: Krul, Aarons, Godfrey, Hanley, Lewis, Tettey, McLean, Rupp, Duda, Cantwell, Pukki

Varamenn: Fahrmann, Vrancic, Buendia, Stiepermann, Trybull, Drmic, Idah.
Athugasemdir
banner
banner
banner