Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 23. febrúar 2020 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Þór rúllaði yfir Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grindavík 0 - 5 Þór
0-1 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('8)
0-2 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('51)
0-3 Alvaro Montejo ('54)
0-4 Sölvi Sverrisson ('83)
0-5 Sölvi Sverrisson ('84)
Rautt spjald: Guðmundur Magnússon, Grindavík ('45)

Grindavík og Þór mættust í Akraneshöllinni í dag og komust Akureyringar yfir snemma leiks. Fannar Daði Malmquist Gíslason skoraði á áttundu mínútu og fékk Guðmundur Magnússon rautt spjald í liði Grindvíkinga rétt fyrir leikhlé.

Gummi Magg skoraði bæði mörk Grindavíkur í 2-1 sigri í fyrstu umferð gegn HK en sigurinn fær ekki að standa því Gummi var enn skráður sem leikmaður ÍBV í kerfi KSÍ. HK fékk því dæmdan sigur.

Tíu leikmenn Grindavíkur réðu ekki við spræka Þórsara í seinni hálfleik. Fannar Daði tvöfaldaði forystuna eftir stoðsendingu frá Alvaro Montejo og gerði Alvaro svo þriðja markið skömmu síðar.

Sölvi Sverrisson bætti tveimur við á lokakaflanum og niðurstaðan 0-5 sigur Þórs.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner