Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 12:30
Brynjar Ingi Erluson
„Verðum að virða Chelsea“
Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool
Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enzo Fernandez er ein helsta ógn Chelsea-liðsins
Enzo Fernandez er ein helsta ógn Chelsea-liðsins
Mynd: EPA
Conor Bradley og aðrir ungir leikmenn Liverpool fá væntanlega tækifærið til að spila úrslitaleikinn á sunnudag
Conor Bradley og aðrir ungir leikmenn Liverpool fá væntanlega tækifærið til að spila úrslitaleikinn á sunnudag
Mynd: Getty Images
Pep Lijnders, aðstoðarþjálfari Liverpool, segir að liðið verði að sýna Chelsea virðingu fyrir leik liðanna í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag.

Liverpool hefur verið á flugi á þessu tímabili og er enn inn í öllum keppnum.

Chelsea hefur á meðan spilað langt undir getu og það þrátt fyrir að vera ekki í Evrópukeppni. Liðið er í 10. sæti deildarinnar, en hefur sýnt batamerki síðustu vikur.

„Góður úrslitaleikur getur bara byrjað á því að virða styrkleika þeirra og var liggja þeir? Þetta byrjar allt hjá Enzo Fernandez. Hann er sá sem getur spilað sendingum um allan völl. Þeir eru með smá óstöðugleika. Það gerðist margt í byrjun tímabilsins þannig hvernig getur þú búist við því að þeir standi sig strax í byrjun? Stjórinn þeirra er að vinna ótrúlega gott starf þarna ásamt þjálfara liði hans.“

„Ég held að hann hafi loksins fundið byrjunarliðið og Cole Palmer hefur verið ein bestu kaup tímabilsins, þar sem þeir náðu honum frá keppinauti sínum. Conor Gallagher er alvöru leiðtogi með fyrirliðabandið og kemur úr akademíunni. Hann er 'tía' en nær samt að skíta út treyjuna. Ef þú leyfir þeim að spila á milli línanna þá verður þetta erfitt, sérstaklega með tækni Gallagher og Palmer.“

„Þeir eru með hraða fram á við og þegar þeir spila út úr gagnpressunnii, þannig við þurfum báða teiga til að verjast þeim. Úrslitaleikur hefst alltaf á því að virða styrkleika andstæðingsins og verjast með því sem við höfum. Það er það sem við viljum undirbúa og með einu markmiðið og það er að gefa stuðningsmönnunum gleði. Þetta hefur verið hugmyndafræðing undir stjórn Jürgen Klopp og það er að gleðja stuðningsmennina og til að byrja með er ég bara ánægður að við getum gefið þeim úrslitaleik. Það er það eina sem maður getur beðið um í byrjun leiktíðar,“
sagði Lijnders.

Margir eru frá vegna meiðsla og þurfa því ungir leikmenn að stíga upp. Lijnders staðfesti að Alisson, Curtis Jones, Trent Alexander-Arnold og Diogo Jota verði frá næsta mánuðinn, en ekki er klárt hvort Darwin Nunez, Mohamed Salah og Dominik Szoboszlai geti verið með á sunnudag.

„Við verðum að skoða og sjá hvað við höfum. Það er líka góð regla í lífinu að sætta sig við hlutina og það er það sem við erum að reyna að gera. Það hefur skilað árangri áður þannig við reynum að halda þessu opnu. Ég er mjög ánægður með það og eins og ég sagði fyrir löngu síðan þá hafa allir gallar sína kosti.“

„Það er ekki hægt að fá allt í þessum heimi. Við erum að glíma við nokkur meiðsli og þá sækjum við unga leikmenn sem hafa ekki spilað fimm leiki í röð, en þeir geta mætt og það er mjög svalt. Á þessu tímabili höfum við skapað ný lið og það á einu tímabili. Það hefur ekki gerst oft síðustu ár, þannig það er bara hrós á hópinn og akademíuna,“
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner