Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 23. mars 2020 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Maldini: Við verðum búnir að jafna okkur eftir viku
Paolo Maldini
Paolo Maldini
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini, fyrrum leikmaður AC Milan og ítalska landsliðsins, segir að honum og syni hans, Daniel, líði vel og að þeir verði búnir að jafna sig eftir viku en þeir voru greindir með kórónaveiruna í gær.

Paolo spilaði með Milan allan sinn feril en hann lék með liðinu frá 1984 til 2009. Hann lék þá 126 landsleiki og skoraði 7 mörk fyrir ítalska landsliðið og vann allt sem hægt er að vinna með félagsliði og landsliði.

Hann er í dag framkvæmdastjóri Milan og þá spilar Daniel, sonur hans, með liðinu. Þeir voru greindir með kórónaveiruna í gær en Paolo segir að þeir komi til með að jafna sig á viku.

„Ég vil þakka öllum sem sendu hlý skilaboð og höfðu áhyggjur af syni mínum og heilsu hans. Okkur líður vel og við ættum að geta losað okkur við veiruna á viku. Takk fyrir hlýjuna. Ég vil líka þakka öllum læknunum, hjúkrunarfræðingunum og öllum þeim sem vinna í þessu ástandi fyrir fagmennsku og hugrekki. Enn og aftur finnur maður stolt í hjarta að vera ítalskur," sagði Paolo.
Athugasemdir
banner
banner